Basti: Þetta er pínu súrsætt Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 15. febrúar 2020 18:15 Basti í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.„Þetta er hrikalega sætt í ljósi þess að við áttum ekki skilið að tapa á Akureyri, það mark hefur verið skoðað fram og til baka," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Stjörnunnar eftir 24-23 endurkomusigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag.„Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að vinna þennan leik. Ég er ofboðslega ánægður samt með sigurinn að sjálfsögðu. Ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik en á móti vægast sagt ósáttur með byrjunina í dag og fjöldan af mistökum. Ósáttur að við komum svona til leiks eftir góðan sigur í síðustu umferð." Basti sagði í hálfleik að hann hafi hugsað í hálfleik að hans lið myndi fá þrjátíu mörk á sig en sagði liðið hafa fundið lausnir varnarlega. „Þetta er pínu súrsætt, ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn." Munurinn var þrjú mörk í hálfleik. KA/Þór leiddi 14-11, munurinn hefði getað verið meiri á liðunum í hálfleik miðað við hvernig leikurinn var að þróast. „Við ræddum það í hálfleik að við værum þrátt fyrir allt í leik og áttum að byrja með boltann í seinni hálfleik. Eftir erfiða byrjun á seinni þá náum við okkur í gang. Ég hef sagt það áður - það er rosalega mikill andlegur styrkur í þessum hóp og sá styrkur kom í ljós í seinni hálfleik."„Ég get sett mig í spor Norðanstelpna, þetta er örugglega jafnsúrt og þegar við fórum heim eftir þetta sigurmark fyrir norðan. Nú einbeitum við okkur að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni." Basti var að lokum spurður út í leikmannahópinn, lykilmenn léku ekki með í dag. Hvernig er staðan á hópnum?„Það er ljóst núna að það munu ekki allir leikmenn koma til baka og við munum ekki ná að spila á okkar besta liði. Við verðum að nota tímann núna fram að úrslitakeppni til að finna lausnir hvernig við ætlum að keppa við Val og Fram í úrslitakeppninni."„Ég get ekki svarað því hvort Hanna Guðrún og Rakel spili það sem eftir er tímabils. Það eru jafnmiklar líkur á að þær geri það og að þær geri það ekki. Elena rifbeinsbrotnaði aftur og þá eru Dagný Huld og Brynhildur einnig frá. Við erum með nóg af mannskap og við verðum að hugsa í lausnum."„Sem þjálfari hefur maður tvær leiðir. Maður getur vælt eða maður getur reynt að gera eitthvað úr því sem maður hefur," sagði Basti að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.„Þetta er hrikalega sætt í ljósi þess að við áttum ekki skilið að tapa á Akureyri, það mark hefur verið skoðað fram og til baka," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Stjörnunnar eftir 24-23 endurkomusigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag.„Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að vinna þennan leik. Ég er ofboðslega ánægður samt með sigurinn að sjálfsögðu. Ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik en á móti vægast sagt ósáttur með byrjunina í dag og fjöldan af mistökum. Ósáttur að við komum svona til leiks eftir góðan sigur í síðustu umferð." Basti sagði í hálfleik að hann hafi hugsað í hálfleik að hans lið myndi fá þrjátíu mörk á sig en sagði liðið hafa fundið lausnir varnarlega. „Þetta er pínu súrsætt, ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn." Munurinn var þrjú mörk í hálfleik. KA/Þór leiddi 14-11, munurinn hefði getað verið meiri á liðunum í hálfleik miðað við hvernig leikurinn var að þróast. „Við ræddum það í hálfleik að við værum þrátt fyrir allt í leik og áttum að byrja með boltann í seinni hálfleik. Eftir erfiða byrjun á seinni þá náum við okkur í gang. Ég hef sagt það áður - það er rosalega mikill andlegur styrkur í þessum hóp og sá styrkur kom í ljós í seinni hálfleik."„Ég get sett mig í spor Norðanstelpna, þetta er örugglega jafnsúrt og þegar við fórum heim eftir þetta sigurmark fyrir norðan. Nú einbeitum við okkur að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni." Basti var að lokum spurður út í leikmannahópinn, lykilmenn léku ekki með í dag. Hvernig er staðan á hópnum?„Það er ljóst núna að það munu ekki allir leikmenn koma til baka og við munum ekki ná að spila á okkar besta liði. Við verðum að nota tímann núna fram að úrslitakeppni til að finna lausnir hvernig við ætlum að keppa við Val og Fram í úrslitakeppninni."„Ég get ekki svarað því hvort Hanna Guðrún og Rakel spili það sem eftir er tímabils. Það eru jafnmiklar líkur á að þær geri það og að þær geri það ekki. Elena rifbeinsbrotnaði aftur og þá eru Dagný Huld og Brynhildur einnig frá. Við erum með nóg af mannskap og við verðum að hugsa í lausnum."„Sem þjálfari hefur maður tvær leiðir. Maður getur vælt eða maður getur reynt að gera eitthvað úr því sem maður hefur," sagði Basti að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45