Handbolti

PSG henti frá sér góðri forystu í Ungverjalandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. Vísir/Getty

Pick-Szeged lagði PSG af velli í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, lokatölur 32-29.

Guðjón Valur Sigurðsson kom ekki við sögu hjá PSG sem byrjaði leikinn stórkostlega og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Það fór hins vegar allt í baklás í síðari hálfleik og Pick-Szeged gekk á lagið og vann á endanum leikinn með þriggja marka mun, 32-29.

Stefán Rafn Siguarmannsson komst ekki á blað hjá Pick-Szeged en hann náði aðeins einu skoti í leiknum. 

Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Pick-Szeged eru nú í 2. sæti A-riðils, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona. PSG eru svo í 3. sætinu með 18 stig. Ljóst er að öll þrjú liðin eru búin að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar en aðeins tveir leikir eru eftir af riðlakeppninni.


Tengdar fréttir

Fimm íslensk mörk í góðum sigri Álaborgar

Þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon skoruðu samtals fimm mörk er Álaborg lagði Celje í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Lokatölur 28-24 danska liðinu í vil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.