Besta leiðin til að tækla óþolandi fólk Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu. Það eru ótal markað aðferðir við það að hugleiða en margir hugsa oftast um það að maður verði að sitja í óþægilegri stellingu með lokuð augun en það er alls ekki nauðsynlegt þó það sé vissulega áhrifaríkt. Flow býður til dæmis upp á hugleiðslur þar sem maður hristir líkamann, öskrar og svo notum við allskonar skemmtilegar tæknilausnir líka. Eitt sem er mjög einfalt að gera er til dæmis að nota möntrur í hugleiðslu en það þarf ekki að vera óskiljanlegur texti á framandi tungumáli. Mig langar að gefa þér möntruna sem ég er að nota í dag. Hún er svona: Ég er jákvæð, dugleg og sanngjörn. Þessa möntru segi ég í huganum nokkrum sinnum í dag. Til dæmis þegar ég labba að kaffivélinni í vinnunni þá endurtek ég í huganum: Ég er jákvæð, dugleg og sangjörn. Stundum endurtek ég þetta upphátt, til dæmis ef ég er ein í bílnum en það er um það bil það flippaðasta sem ég geri með þessa möntru. Þessi orð eru líka alls ekkert heilög og það má nota hvaða orð sem maður tengir við í það og það skiptið. Einn dag í síðust viku hafði ég valið mér önnur orð: Ég er róleg, glöð og þolinmóð. Þann dag hitti ég erfða eða bara óþolandi manneskju. Æ þið vitið manneskju sem var kannski ekki beint dónaleg við mig en hefði getað stolið gleðinni minni því hún var að eiga eitthvað erfiðan dag. Þá gat ég snúið möntrunni minni við og hugsað hana til viðkomandi á meðan hann sagði mér í óspurðum fréttum að það væri óþolandi að búa á þessu ömurlega landi, ríkisstjórnin, lægðin, verðlagið og eitthvað meira. Ég hugsaði á meðan: Ég óska þess að sért rólegur, glaður og þolinmóður. Það gerðist ekkert undravert við þetta. Viðkomandi breyttist ekki eins og fyrir töfra en það sem breytist gerist innra með mér. Ég dustaði leiðindin af mér eins og regndropa af goretex jakka og hélt áfram út í daginn róleg, glöð og þolinmóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu. Það eru ótal markað aðferðir við það að hugleiða en margir hugsa oftast um það að maður verði að sitja í óþægilegri stellingu með lokuð augun en það er alls ekki nauðsynlegt þó það sé vissulega áhrifaríkt. Flow býður til dæmis upp á hugleiðslur þar sem maður hristir líkamann, öskrar og svo notum við allskonar skemmtilegar tæknilausnir líka. Eitt sem er mjög einfalt að gera er til dæmis að nota möntrur í hugleiðslu en það þarf ekki að vera óskiljanlegur texti á framandi tungumáli. Mig langar að gefa þér möntruna sem ég er að nota í dag. Hún er svona: Ég er jákvæð, dugleg og sanngjörn. Þessa möntru segi ég í huganum nokkrum sinnum í dag. Til dæmis þegar ég labba að kaffivélinni í vinnunni þá endurtek ég í huganum: Ég er jákvæð, dugleg og sangjörn. Stundum endurtek ég þetta upphátt, til dæmis ef ég er ein í bílnum en það er um það bil það flippaðasta sem ég geri með þessa möntru. Þessi orð eru líka alls ekkert heilög og það má nota hvaða orð sem maður tengir við í það og það skiptið. Einn dag í síðust viku hafði ég valið mér önnur orð: Ég er róleg, glöð og þolinmóð. Þann dag hitti ég erfða eða bara óþolandi manneskju. Æ þið vitið manneskju sem var kannski ekki beint dónaleg við mig en hefði getað stolið gleðinni minni því hún var að eiga eitthvað erfiðan dag. Þá gat ég snúið möntrunni minni við og hugsað hana til viðkomandi á meðan hann sagði mér í óspurðum fréttum að það væri óþolandi að búa á þessu ömurlega landi, ríkisstjórnin, lægðin, verðlagið og eitthvað meira. Ég hugsaði á meðan: Ég óska þess að sért rólegur, glaður og þolinmóður. Það gerðist ekkert undravert við þetta. Viðkomandi breyttist ekki eins og fyrir töfra en það sem breytist gerist innra með mér. Ég dustaði leiðindin af mér eins og regndropa af goretex jakka og hélt áfram út í daginn róleg, glöð og þolinmóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar