Borche: Voru margir eins og prímadonnur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 2. febrúar 2020 21:31 Borche var vel reiður í kvöld. vísir/daníel Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00