Körfubolti

Sportpakkinn: Öruggt hjá Keflavík og Haukar á flugi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dominykas Milka var að vanda öflugur í sigri Keflavíkur á Þór Ak.
Dominykas Milka var að vanda öflugur í sigri Keflavíkur á Þór Ak. vísir/daníel

Eftir tapið fyrir Stjörnunni hefur Keflavík unnið tvo leiki í röð í Domino's deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson fór yfir leik Keflavíkur og Þór Ak. í Sportpakkanum auk leikja ÍR og Hauka og Þórs Þ. og Fjölnis.

Staðan að loknum 1. leikhluta í Keflavík var jöfn, 18-18. Í 2. leikhluta stigu Keflvíkingar á bensíngjöfina og voru tólf stigum yfir í hálfleik, 46-34.

Eftir 3. leikhluta var munurinn 22 stig, 76-54. Engu breytti Þór ynni 4. leikhlutann, 21-35. Lokatölur í Keflavík 97-89, heimamönnum í vil.

Dominykas Milka skoraði 27 stig og tók tólf fráköst fyrir Keflavík sem er í 2. sæti deildarinnar. Jamal Palmer skoraði 29 stig fyrir Þór er í 10. sætinu.

Haukar gerðu góða ferð í Seljaskóla og unnu ÍR, 93-100, í sveiflukenndum leik.

Flenard Whitfield var með tröllatölur hjá Haukum; skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð og eru í 4. sæti deildarinnar. Kári Jónsson var með 22 stig og ellefu stoðsendingar.

Evan Singletary skoraði 30 stig fyrir ÍR-inga sem hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru í 7. sætinu.

Þá sigraði Þór Fjölni í Þorlákshöfn, 90-82. Marko Bakovic var með 27 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar hjá Þór og hitti úr tíu af 16 skotum sínum. Þórsarar eru í 8. sæti deildarinnar.

Jere Vucica skoraði 27 stig og tók 13 fráköst fyrir Fjölnismenn sem eru komnir með annan fótinn niður í 1. deild.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Keflavík áfram á sigurbraut

 


Tengdar fréttir

Frið­rik Ingi: Þurftum að spila með á­nægju og gleði

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar var temmilega ánægður með sigur gegn Fjölni í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Hann ræddi um að liðið hans hefði unnið eftir að þeir náðu að finna jafnvægið í sókn og vörn hjá sér.

Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti

Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið.

Borche: Voru margir eins og prímadonnur í kvöld

Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×