Bílar

16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rúmlega 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar í ár miðað við í fyrra.
Rúmlega 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar í ár miðað við í fyrra. Vísir/Vilhelm

Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.

Þrátt fyrir þessa byrjun á árinu reiknar Bílgreinasambandið með aukinni sölu á árinu. Reiknar sambandið með að um 12 þúsund bílar seljist á árinu og að sala aukist snarlega með vorinu og þegar líða fer á seinni hluta árs.

Nýorkubílar það eru raf- og hybrid bílar voru rúmlega helmingur núrra seldra bíla í janúar. Tengiltvinnbílar voru 18,9%, rafbílar 18,5% og hybrid 13,7%. Í janúar í fyrra voru nýorkubílar um 27,5% seldra bíla. Það er því þónokkur aukning að eiga sér stað.

Nýorkubílar það eru raf- og hybrid bílar voru rúmlega helmingur núrra seldra bíla í janúar. Tengiltvinnbílar voru 18,9%, rafbílar 18,5% og hybrid 13,7%. Í janúar í fyrra voru nýorkubílar um 27,5% seldra bíla. Það er því þónokkur aukning að eiga sér stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×