Bílar

16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rúmlega 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar í ár miðað við í fyrra.
Rúmlega 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar í ár miðað við í fyrra. Vísir/Vilhelm

Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.

Þrátt fyrir þessa byrjun á árinu reiknar Bílgreinasambandið með aukinni sölu á árinu. Reiknar sambandið með að um 12 þúsund bílar seljist á árinu og að sala aukist snarlega með vorinu og þegar líða fer á seinni hluta árs.


Nýorkubílar það eru raf- og hybrid bílar voru rúmlega helmingur núrra seldra bíla í janúar. Tengiltvinnbílar voru 18,9%, rafbílar 18,5% og hybrid 13,7%. Í janúar í fyrra voru nýorkubílar um 27,5% seldra bíla. Það er því þónokkur aukning að eiga sér stað.

Nýorkubílar það eru raf- og hybrid bílar voru rúmlega helmingur núrra seldra bíla í janúar. Tengiltvinnbílar voru 18,9%, rafbílar 18,5% og hybrid 13,7%. Í janúar í fyrra voru nýorkubílar um 27,5% seldra bíla. Það er því þónokkur aukning að eiga sér stað.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.