Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld: Líkti leik­hléum KR við fugla­bjarg og segir Inga hafa tapað þræðinum

Anton Ingi Leifsson skrifar

KR tapaði fyrir Tindastól á sunnudagskvöldið í Dominos-deild karla en gengi Íslandsmeistaranna hefur verið upp og ofan það sem af er leiktíðar.

Dominos Körfuboltakvöld var á dagskrá í gærkvöldi og þar var farið yfir umferðina og hún greind niður í þaula.

Eitt af því sem var rætt í þættinum í gær voru leikhlé Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara KR, undir lok leiksins þar sem menn vissu einnig ekki hvernig staðan var.

Ingi hélt að munurinn væri þrjú stig en leikmennirnir fjögur, sem var svo raunin.

„Ingi tapaði þræðinum. Að allir séu að tala um kerfi og eitthvað. Þetta er bara fyrir fuglanna. Hvað erum við að tala um hérna?“ sagði Kristinn Friðriksson, einn spekinganna og hélt áfram:

„Það er einn þjálfari og hann á að sjá um þetta. Hlustiði og geriði það sem hann er að segja. Þetta er ekkert flókið. Ef allir eru að garga svona þá er þetta eins og fuglabjarg.“

„Þeir sem eru ekki að tala og eru inni á vellinum þeir sitja bara og hlusta. Á hvað er ég að hlusta hérna? Bara grjóthaldiði kjafti. Þetta er ekkert flókið,“ sagði Kristinn að lokum.

Innslagið í heild má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×