Enski boltinn

Svaf ekki, var til í launalækkun og gerði allt til að komast til Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Odion Ighalo fékk dauðafæri í leik á móti Manchester United í september 2016 en tókst ekki að skora.
Odion Ighalo fékk dauðafæri í leik á móti Manchester United í september 2016 en tókst ekki að skora. Getty/Laurence Griffiths

Nígeríumaðurinn Odion Ighalo klæðist Manchester United treyjunni í fyrsta sinn á næstunni eftir að félagið fékk hann á láni frá kínverska félaginu Shanghai Greenland Shenhua.

Odion Ighalo er þrítugur framherji sem hefur spilaði síðast í ensku úrvalsdeildinni með Watford frá 2015 til 2017 en hefur verið í Kína frá því í lok janúar 2017.



Manchester United var í dauðaleit af framherja á síðustu klukkutímunum á lokadegi félagsskiptagluggans og fékk Odion Ighalo á endanum á láni út tímabilið.

Odion Ighalo er sannfærður um að hann geti hjálpað Manchester United á seinni hluta tímabilsins en það er draumur að rætast hjá honum að fá að spila með Manchester United.

Odion Ighalo hefur sagt frá því að hann gerði allt til þess að hægt væri að ganga frá lánsamningnum áður en glugginn lokaði.

Klukkan er talsvert á undan í Kína og Odion Ighalo vakti alla nóttina. Hann gerði dauðaleit að túlki til að aðstoða við viðræður félaganna um leið og hann frétti af áhuga Manchester United.



Odion Ighalo sagði líka umboðsmanni sínum að hann væri tilbúinn að taka á sig stóra launalækkun til að hægt væri að ganga frá félagsskiptunum.

Odion Ighalo skoraði 16 mörk í 55 leikjum með Watford í ensku úrvalsdeildinni. Hann náði ekki að skora í þremur leikjum sínum á móti Manchester United en skoraði þrjú mörk á móti West Ham og Newcastle og tvö mörk á móti Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×