Körfubolti

Domin­os Körfu­bolta­kvöld: „Tinda­stóll á ekki séns“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Framlengingin var á sínum stað í Dominos Körfuboltakvöldi í gærkvöldi en eins og vanalega var þar farið yfir nokkur atriði.

Fyrsta spurningin var sú hvort að það yrði Þór Þorlákshöfn eða Grindavík sem færi í úrslitakeppnina og Benedikt Guðmundsson var fyrstur að svara:

„Ég ætla að segja Þór. Ég held að þeir séu stabílli en Grindavík. Svo horfir maður á Grindavík að maður er að vona að þeir séu á uppleið eftir erfiðar vikur. Ég tippa samt á Þór en það er ágiskun,“ sagði Benedikt.

Sævar Sævarsson og Kristinn Friðriksson tóku í sama streng og Benedikt en næsta spurning var hvar í kraftröðinni Tindastóll væri um að vinna titilinn.

„Þeir eiga ekki séns. Bara gleymdu þessu. Það eru fimm lið á undan þeim. Það eru Stjarnan, Njarðvík, Keflavík, KR og Haukar. Að þeir hafi ekki styrkt sig í miðherjastöðunni er sturuð hugmynd.“

Allt innslagið má sjá hér að ofan þar sem var einnig farið yfir hvað Haukarnir myndu kalla ásættanlegt tímabil og hvort að stjórn KR eða Njarðvíkur væri ósáttari við tímabilið hingað til.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×