Körfubolti

Körfuboltakvöld: Dómi breytt í Keflavík og Kiddi segir að þetta hefði aldrei gerst í gamla daga

Anton Ingi Leifsson skrifar

Dómararnir í leik Keflavík og Þór Akureyri hjálpuðu hvor öðrum verulega á sunnudagskvöldið.

Einn dómari leiksins dæmdi körfu fyrir Keflavík er slegið var í spjaldið en boltinn var þó aldrei á leiðinni ofan í.

Eftir smá fund með öðrum dómara leiksins komust þeir að þeirri niðurstöðu að ekki væri um körfu að ræða og Þór fékk boltann.

Dominos Körfuboltakvöld var á dagskrá í gærkvöldi. Þar var farið yfir umferðina og hún greind í þaula.

„Þarna eiga dómararnir að fá hrós skilið. Þegar dómari áttar sig á mistökunum sem félagi hans gerði og ræðir við hann og þeir taka þetta til baka,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekingur þáttarins. „Þetta er frábært.“

Kristinn Friðriksson tók í sama streng.

„Þetta er að gerast nokkuð oft. Þeir eru mikli rólegri og yfirvegaðari í dag en þegar ég var að spila körfubolta. Þetta finnst mér frábært. Þegar þeir taka yfirvegaðar ákvarðanir og ræða hlutina,“ sagði Kristinn.

„Þetta hefði aldrei gerst fyrir 30 árum síðan,“ bætti Kristinn við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×