Handbolti

Átta marka sveifla í Eyjum og ríkjandi bikar­meistarar úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur Arnarsson úr leik FH og ÍBV fyrr í vetur.
Dagur Arnarsson úr leik FH og ÍBV fyrr í vetur. vísir/bára

ÍBV varð í kvöld þriðja liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins með sigri á FH í Eyjum, 24-22.

Það var mikill kraftur í ríkjandi bikarmeisturum í fyrri hálfleik en þeim hefur gengið ansi illa í Eyjum undanfarin ár.

FH-ingar leiddu nærri frá upphafi leiksins og náðu mest sex marka forystu en þeir leiddu einmitt með sex mörkum í hálfleik, 13-7.

Hægt og rólega í síðari hálfleik byrjuðu Eyjamenn að minnka muninn og þeir jöfnuðu svo metin í 18-18 er tíu mínútur voru eftir af leiknum.


Heimamenn voru sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum með tveimur mörkum, 24-22.

Kristján Örn Kristjánsson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og þeir Fannar Þór Friðgeirsson, Elliði Snær VIðarsson, Dagur Arnarsson og Kári Kristján Kristjánsson þrjú hver. Peter Jokanovic með 44,4% markvörslu.

Hjá FH var Phil Döhler frábær í markinu, þá sér í lagi í fyrri hálfleik. Hann endaði með 46,5% markvörslu en Birgir Már Birgisson var markahæstur með fjögur mörk. Jóhann Birgir Ingvarsson, Arnar Freyr Ársælsson og Einar Örn Sindrason gerðu þrjú mörk hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×