Bílar

Ferrari seldi yfir 10.000 bíla í fyrsta skipti

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ferrari Roma var kynntur til sögunnar seint á síðasta ári.
Ferrari Roma var kynntur til sögunnar seint á síðasta ári. Vísir/Ferrari

Ferrari skilaði 699 milljón evra hagnaði árið 2019, sem jafngildir um 96,8 milljörðum íslenskra króna. Sá hagnaður er um 8% aukning frá árinu 2018.

Stóru fréttirnar eru þó þær að í fyrsta skipti í sögu Ferrari seldi fyrirtækið yfir 10.000 bíla á einu ár, nánar tiltekið 10.131 bíl. Árið 2018 seldi fyrirtækið 9.251 bíl. Aukningin á milli ára nemur því um 10%.

Sérstaklega mikil aukning varð á sölu Ferrari bifreiða í Kína, þar sem aukningin nam 20% á milli áranna 2018 og 2019.

Ferrari vinnur nú að hönnun fyrsta jepplings fyrirtækisins, Purosangue. Hann á að keppa við jepplinga frá Aston Martin, Lamborghini og Bentley. Munurinn á Ferrari og hinum framleiðendunum virðist þó vera sá að þeir síðar nefndu þurfi að framleiða jepplinga til að þéna peninga. Ferrari virðist ganga ágætlega án þess. Purosangue er væntanlegur á næsta ári.


Tengdar fréttir

Ferrari Purosangue gæti litið svona út

Ferrari hefur tilkynnt um að Ferrari Purosangue sé væntanlegur á götuna árið 2021. Hönnun bílsins byggir að miklu leyti á nýjasta bíl ítalska framleiðandans, Roma. LACO Design hefur gert tilraun til að setja saman líklegt útlit bílsins.

Ferrari Roma kynntur til sögunnar

Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.