Körfubolti

Stórleikur Doncic dugði ekki til | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka Doncic þakkar dómurunum fyrir í nótt.
Luka Doncic þakkar dómurunum fyrir í nótt. vísir/getty

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt með fjórum leikjum en í stórleiknum hafði Denver betur gegn Utah.

Luka Doncic náði ekki að draga sína menn í land gegn LA Clippers er Clippers vann átta stiga sigur á Dallas, 118-110.

Doncic gerði 42 stig og gaf níu stoðsendingar en Kawhi Leonard skoraði 29 fyrir Clippers. Þar að auki tók hann tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Jason Tatum og Jaylen Brown skoruðu samtals 62 stig er Boston vann einnig átta stiga sigur en þeir höfðu betur gegn Philadelphia 109-101.

Tatum skoraði 32 stigum og tók þrettán fráköst en Jaylen bætti við 30 stigum.

Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia 26 stig og tók einnig sextán fráköst.

Toronto rúllaði svo yfir Brooklyn, 134-110. Fred VanVleet átti skínandi leik fyrir Toronto og gerði 30 stig auk þess að gefa ellefu stoðsendingar.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.