Golf

Frábær lokahringur tryggði Herman sigurinn á Wyndham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Herman eftir sigur dagsins.
Herman eftir sigur dagsins. Jared C. Tilton/Getty Images

Jim Herman landaði sigri á Wyndham Championship-mótinu eftir ótrúlegan lokahring. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Herman lék síðasta hring mótsins á alls sjö höggum undir pari og lék því mótið á samtals 21 höggi undir pari. Billy Horschel var aðeins einu höggi á eftir Herman en hann lék lokahringinn á 65 höggum – Herman á 63 – og þurfti því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni.

Þetta var fyrsti sigur hins 42 ára gamla Herman á þessu tímabili PGA-mótaraðarinnar. Þá var þetta hans þriðji sigur á ferlinum en sá fyrsti kom fyrir fjórum árum síðan, þegar hann var 38 ára.

Si Woo Kim, sem var á toppnum eftir þrjá hringi endaði jafn þeim Kevin Kisner, Webb Simpson og Doc Redman í þriðja sæti. Léku þeir allir mótið á 18 höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×