Golf

Frábær lokahringur tryggði Herman sigurinn á Wyndham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Herman eftir sigur dagsins.
Herman eftir sigur dagsins. Jared C. Tilton/Getty Images

Jim Herman landaði sigri á Wyndham Championship-mótinu eftir ótrúlegan lokahring. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Herman lék síðasta hring mótsins á alls sjö höggum undir pari og lék því mótið á samtals 21 höggi undir pari. Billy Horschel var aðeins einu höggi á eftir Herman en hann lék lokahringinn á 65 höggum – Herman á 63 – og þurfti því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni.

Þetta var fyrsti sigur hins 42 ára gamla Herman á þessu tímabili PGA-mótaraðarinnar. Þá var þetta hans þriðji sigur á ferlinum en sá fyrsti kom fyrir fjórum árum síðan, þegar hann var 38 ára.

Si Woo Kim, sem var á toppnum eftir þrjá hringi endaði jafn þeim Kevin Kisner, Webb Simpson og Doc Redman í þriðja sæti. Léku þeir allir mótið á 18 höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.