Handbolti

Sportpakkinn: „Finnst við búnir að stimpla okkur almennilega inn aftur“ | Sjáðu allt viðtalið við Guðmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur segir að íslenska landsliðið sé á réttri leið.
Guðmundur segir að íslenska landsliðið sé á réttri leið. mynd/stöð 2

Guðmundur Guðmundsson kveðst heilt yfir sáttur með frammistöðu íslenska karlalandsliðsins á EM 2020. Hann segist viss um að íslenska liðið sé á réttri leið og að vissu leyti komið lengra en hann bjóst við á þessum tíma.

„Þegar ég horfi aftur á leikina og við hverja við vorum að spila get ég ekki sagt annað en við séum komnir lengra en ég átti von á. Sumir leikmannanna hafa þroskast mjög hratt og eru orðnir mjög frambærilegir,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum.

„En við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er lið í mótun. Öll Evrópa veit að við erum með ungt lið sem við erum að byggja upp. Mér finnst við búnir að stimpla okkur almennilega inn aftur.“

Farið var um víðan völl í viðtalinu sem er tæpar 20 mínútur. Meðal þess sem Guðmundur ræðir um er líkamlegi þátturinn, sem Íslendingar þurfa að bæta, framtíð landsliðsins og þróun handboltans.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Guðmundur fer yfir EM 2020

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×