Er Reykjavíkurborg fyrsta flokks fjölskylduborg? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 20. janúar 2020 10:30 Þegar teknar eru ákvarðanir hjá sveitarfélögum er mikilvægt að við höfum heildarsýn yfir þá þjónustu sem við erum að veita. Það er ekki auðvelt hjá Reykjavíkurborg þar sem ekki hefur verið mótuð fjölskyldustefna. Það er með ólíkindum að stærsta sveitarfélag landsins hafi ekki mótað sér fjölskyldustefnu. Eitt af frumskilyrðum fyrir því hvar fólk velur sér búsetu er það hvort að samfélagið sé fölskylduvænt, þar sem börn og barnafjölskyldur búa við jöfn tækifæri, öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þetta hefur ekki verið tryggt hjá Reykjavíkurborg. Nú er t.d ekki samræmi í þjónustu á leikskólum og frístund, þar sem leikskólar loka kl. 16:30 en frístund kl. 17. Þess vegna getur fólk sem á börn á leikskóla ekki lengur unnið í frístund því það fær ekki vistun fyrir börn sín. Börn eru send heim af leikskólum vegna manneklu og úr grunnskólum vegna veikinda kennara. Börn sem hafa ekki íslensku sem móðurmál vegnar ekki vel, einfaldlega af því að við hlúum ekki nægilega vel að þeim. Drengirnir okkar koma illa út úr lesskilning í PISA. Svona er þetta ekki í fyrsta flokks fjölskylduborg. Lagt til að móta fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum landsins. Stefnan er gríðarlega mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja afkomu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvægasta eining hvers samfélags og allar framfarir og framkvæmdir sem samfélög ráðast í miða að því að styrkja fjölskylduna á einn eða annan hátt. Stefnan miðar fyrst og fremst að bættum hag íbúanna með fjölskylduna í huga. Fjölskyldueiningin verður sífellt fjölbreyttari og þarfir íslenskra fjölskyldna breytast með tímanum, því er mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga taki mið af því og sé þannig sveigjanleg og fjölbreytt. Tilgangur fjölskyldustefnunnar er sá að ná fram heildarsýn á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, gera starfið í málefnum fjölskyldunnar markvissara og auka lífsgæði íbúa með bættri þjónustu til lengri og skemmri tíma. Það er því gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Þannig gerum við Reykjavíkurborg að fyrsta flokks fjölskylduborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fjölskyldumál Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar teknar eru ákvarðanir hjá sveitarfélögum er mikilvægt að við höfum heildarsýn yfir þá þjónustu sem við erum að veita. Það er ekki auðvelt hjá Reykjavíkurborg þar sem ekki hefur verið mótuð fjölskyldustefna. Það er með ólíkindum að stærsta sveitarfélag landsins hafi ekki mótað sér fjölskyldustefnu. Eitt af frumskilyrðum fyrir því hvar fólk velur sér búsetu er það hvort að samfélagið sé fölskylduvænt, þar sem börn og barnafjölskyldur búa við jöfn tækifæri, öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þetta hefur ekki verið tryggt hjá Reykjavíkurborg. Nú er t.d ekki samræmi í þjónustu á leikskólum og frístund, þar sem leikskólar loka kl. 16:30 en frístund kl. 17. Þess vegna getur fólk sem á börn á leikskóla ekki lengur unnið í frístund því það fær ekki vistun fyrir börn sín. Börn eru send heim af leikskólum vegna manneklu og úr grunnskólum vegna veikinda kennara. Börn sem hafa ekki íslensku sem móðurmál vegnar ekki vel, einfaldlega af því að við hlúum ekki nægilega vel að þeim. Drengirnir okkar koma illa út úr lesskilning í PISA. Svona er þetta ekki í fyrsta flokks fjölskylduborg. Lagt til að móta fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum landsins. Stefnan er gríðarlega mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja afkomu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvægasta eining hvers samfélags og allar framfarir og framkvæmdir sem samfélög ráðast í miða að því að styrkja fjölskylduna á einn eða annan hátt. Stefnan miðar fyrst og fremst að bættum hag íbúanna með fjölskylduna í huga. Fjölskyldueiningin verður sífellt fjölbreyttari og þarfir íslenskra fjölskyldna breytast með tímanum, því er mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga taki mið af því og sé þannig sveigjanleg og fjölbreytt. Tilgangur fjölskyldustefnunnar er sá að ná fram heildarsýn á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, gera starfið í málefnum fjölskyldunnar markvissara og auka lífsgæði íbúa með bættri þjónustu til lengri og skemmri tíma. Það er því gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Þannig gerum við Reykjavíkurborg að fyrsta flokks fjölskylduborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar