Handbolti

Þjóðverjar rúlluðu yfir litla bróður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Uwe Gensheimer fer inn í leiknum í kvöld.
Uwe Gensheimer fer inn í leiknum í kvöld. vísir/epa

Þýskaland kemst ekki áfram í undanúrslitin á EM 2020 en þeir rúlluðu hins vegar yfir Austurríki í kvöld, 34-22.
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Þýskaland var 16-13 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Bensíngjöfin var hins vegar stigin í botn í síðari hálfleik. Þeir þýsku skoruðu átján mörk gegn einungis níu mörkum heimamanna og lokatölur 34-22.

Timo Kastening skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja og Tobias Reichmann bætti við fimm mörkum.

Nikola Bilyk gerði fimm mörk fyrir Austurríki og Fabian Posch fjögur.

Króatía og Spánn fara áfram upp úr milliriðli eitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.