Handbolti

Spán­verjar fylgja Króatíu upp úr milli­riðli eitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánverjar fagna sætinu í undanúrslitunum.
Spánverjar fagna sætinu í undanúrslitunum. vísir/epa

Spánn og Króatía eru komin í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigra í dag.

Fyrsti leikur dagsins var á milli Króatíu og Tékklands en Króatar unnu þar eins marks sigur, 22-21, eftir að hafa verið 11-9 yfir í hálfleik.

Sigurmarkið Luka Stepancic er ein sekúnda var eftir af leiknum en Króatar höfðu fyrir leik dagsins tryggt sér áfram í undanúrslitin.

Marki Namic var markahæstur hjá Króatíu með fimm mörk en Ondrej Zdrahala skoraði sjö mörk fyrir Tékkland.
Það verða Spánverjar sem fylgja Króötum áfram í undanúrslitin í Stokkhólmi eftir stórsigur á Hvíta Rússlandi í dag, 37-28.

Spánn var einungis einu marki yfir í hálfleik 17-16 en stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og skoruðu tuttugu mörk.

Ferran Sole skoraði sjö mörk fyrir Spán líkt og Angel Fernandez en Uladzislau Kulesh skoraði sex mörk fyrir Hvíta Rússland.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.