Handbolti

Sveinn kemur inn í íslenska hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn kemur inn í íslenska hópinn.
Sveinn kemur inn í íslenska hópinn. mynd/hsí

Guðmundur Guðmundsson hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðshópnum sem mætir Noregi í milliriðli II á EM í dag.

Sveinn Jóhannsson kemur inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson.

Sveinn var utan hóps í fyrstu fimm leikjum Íslands á EM. Hann er á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu.

Sveinn leikur með SønderjyskE í Danmörku og er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Áður lék hann með Fjölni og ÍR hér heima.

Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 17:15 á eftir og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.