Enski boltinn

Man. Utd til­búið með 30 milljónir punda fyrir 16 ára miðju­mann Birming­ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bellingham í leik með Birmingham fyrr á leiktíðinni.
Bellingham í leik með Birmingham fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Manchester United er reiðubúið að borga 30 milljónir punda fyrir miðjumann Birmingham, Jude Bellingham, en Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu.

Bellingham er talinn einn efnilegasti leikmaður Englands en hann er einungis sextán ára. Hann verður ekki sautján ára fyrr en í júnímánuði.

United er ekki eitt um Bellingham en Barcelona, Bayern Munchen, Borussia Dortmund og Liverpool eru einnig talin fylgjast með miðjumanninum.







Hann hefur spilað 25 leiki fyrir Birmingham á leiktíðinni í ensku B-deildinni þrátt fyrir ungan aldur en félagið er í fjárhagsvandræðum svo þeir gætu neyðst til að selja undrabarnið.

Bellingham varð yngsti leikmaður í sögu Birmingham er hann kom við sögu í Carabao-bikarnum í ágúst. Þá var hann einungis 16 ára og 38 daga gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×