Damon Albarn heldur tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 09:14 Albarn kemur fram í Hörpunni í sumar. vísir/getty/Chiaki Nozu Söngvarinn, lagahöfundurinn og tónskáldið Damon Albarn flytur nýja verkið sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í heild sinni í Eldborg, Hörpu 12. júní 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi. Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 23 ár. Albarn sló fyrst í gegn með sveitinni Blur á sínum tíma. Albarn tjáir sig um komandi tónleika í samtali við Morgunblaðið í morgun og segir: „Sjónarhornin eru sífellt að breytast hérna. Stundum er loftið ótrúlega tært og kyrrt – og Snæfellsjökull beint fyrir framan mig! Þarna,“ segir hann og bendir norður yfir Faxaflóann en eins og áður segir hefur Albarn eytt miklu tíma hér á landi. „Hann blasir oft við með öllum sínum smáatriðum. Stundum finnst mér hann vera svo nærri að það er eins og toppurinn gnæfi yfir okkur hér. En í önnur skipti, eins og núna, þá byrgir veðrið sýn, snjór eða regn. Gluggarnir hér eru eins og linsur sem beinast að heillandi náttúrunni.“ Albarn bætir við: „Þetta er íslenska verkið mitt og auðvitað verðum við líka að flytja það hér! Annað kæmi ekki til greina. Það er ljóð um líf mitt hér, nákvæmlega hér.“ The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare. Miðasala hefst 31. janúar klukkan 12 og er miðaverðið frá 7990 krónur. Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Söngvarinn, lagahöfundurinn og tónskáldið Damon Albarn flytur nýja verkið sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í heild sinni í Eldborg, Hörpu 12. júní 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi. Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 23 ár. Albarn sló fyrst í gegn með sveitinni Blur á sínum tíma. Albarn tjáir sig um komandi tónleika í samtali við Morgunblaðið í morgun og segir: „Sjónarhornin eru sífellt að breytast hérna. Stundum er loftið ótrúlega tært og kyrrt – og Snæfellsjökull beint fyrir framan mig! Þarna,“ segir hann og bendir norður yfir Faxaflóann en eins og áður segir hefur Albarn eytt miklu tíma hér á landi. „Hann blasir oft við með öllum sínum smáatriðum. Stundum finnst mér hann vera svo nærri að það er eins og toppurinn gnæfi yfir okkur hér. En í önnur skipti, eins og núna, þá byrgir veðrið sýn, snjór eða regn. Gluggarnir hér eru eins og linsur sem beinast að heillandi náttúrunni.“ Albarn bætir við: „Þetta er íslenska verkið mitt og auðvitað verðum við líka að flytja það hér! Annað kæmi ekki til greina. Það er ljóð um líf mitt hér, nákvæmlega hér.“ The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare. Miðasala hefst 31. janúar klukkan 12 og er miðaverðið frá 7990 krónur.
Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“