Damon Albarn heldur tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 09:14 Albarn kemur fram í Hörpunni í sumar. vísir/getty/Chiaki Nozu Söngvarinn, lagahöfundurinn og tónskáldið Damon Albarn flytur nýja verkið sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í heild sinni í Eldborg, Hörpu 12. júní 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi. Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 23 ár. Albarn sló fyrst í gegn með sveitinni Blur á sínum tíma. Albarn tjáir sig um komandi tónleika í samtali við Morgunblaðið í morgun og segir: „Sjónarhornin eru sífellt að breytast hérna. Stundum er loftið ótrúlega tært og kyrrt – og Snæfellsjökull beint fyrir framan mig! Þarna,“ segir hann og bendir norður yfir Faxaflóann en eins og áður segir hefur Albarn eytt miklu tíma hér á landi. „Hann blasir oft við með öllum sínum smáatriðum. Stundum finnst mér hann vera svo nærri að það er eins og toppurinn gnæfi yfir okkur hér. En í önnur skipti, eins og núna, þá byrgir veðrið sýn, snjór eða regn. Gluggarnir hér eru eins og linsur sem beinast að heillandi náttúrunni.“ Albarn bætir við: „Þetta er íslenska verkið mitt og auðvitað verðum við líka að flytja það hér! Annað kæmi ekki til greina. Það er ljóð um líf mitt hér, nákvæmlega hér.“ The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare. Miðasala hefst 31. janúar klukkan 12 og er miðaverðið frá 7990 krónur. Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvarinn, lagahöfundurinn og tónskáldið Damon Albarn flytur nýja verkið sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í heild sinni í Eldborg, Hörpu 12. júní 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi. Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 23 ár. Albarn sló fyrst í gegn með sveitinni Blur á sínum tíma. Albarn tjáir sig um komandi tónleika í samtali við Morgunblaðið í morgun og segir: „Sjónarhornin eru sífellt að breytast hérna. Stundum er loftið ótrúlega tært og kyrrt – og Snæfellsjökull beint fyrir framan mig! Þarna,“ segir hann og bendir norður yfir Faxaflóann en eins og áður segir hefur Albarn eytt miklu tíma hér á landi. „Hann blasir oft við með öllum sínum smáatriðum. Stundum finnst mér hann vera svo nærri að það er eins og toppurinn gnæfi yfir okkur hér. En í önnur skipti, eins og núna, þá byrgir veðrið sýn, snjór eða regn. Gluggarnir hér eru eins og linsur sem beinast að heillandi náttúrunni.“ Albarn bætir við: „Þetta er íslenska verkið mitt og auðvitað verðum við líka að flytja það hér! Annað kæmi ekki til greina. Það er ljóð um líf mitt hér, nákvæmlega hér.“ The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare. Miðasala hefst 31. janúar klukkan 12 og er miðaverðið frá 7990 krónur.
Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira