Tónlist

Damon Albarn heldur tónleika í Hörpu í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Albarn kemur fram í Hörpunni í sumar.
Albarn kemur fram í Hörpunni í sumar. vísir/getty/Chiaki Nozu

Söngvarinn, lagahöfundurinn og tónskáldið Damon Albarn flytur nýja verkið sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í heild sinni í Eldborg, Hörpu 12. júní 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi.

Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 23 ár. Albarn sló fyrst í gegn með sveitinni Blur á sínum tíma.

Albarn tjáir sig um komandi tónleika í samtali við Morgunblaðið í morgun og segir: „Sjón­ar­horn­in eru sí­fellt að breyt­ast hérna. Stund­um er loftið ótrú­lega tært og kyrrt – og Snæ­fells­jök­ull beint fyr­ir fram­an mig! Þarna,“ seg­ir hann og bend­ir norður yfir Faxa­fló­ann en eins og áður segir hefur Albarn eytt miklu tíma hér á landi.

„Hann blas­ir oft við með öll­um sín­um smá­atriðum. Stund­um finnst mér hann vera svo nærri að það er eins og topp­ur­inn gnæfi yfir okk­ur hér. En í önn­ur skipti, eins og núna, þá byrg­ir veðrið sýn, snjór eða regn. Glugg­arn­ir hér eru eins og lins­ur sem bein­ast að heill­andi nátt­úr­unni.“

Albarn bætir við: „Þetta er ís­lenska verkið mitt og auðvitað verðum við líka að flytja það hér! Annað kæmi ekki til greina. Það er ljóð um líf mitt hér, ná­kvæm­lega hér.“ 

The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare.

Miðasala hefst 31. janúar klukkan 12 og er miðaverðið frá 7990 krónur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.