Við þurfum að hlusta bæði á foreldra og leikskóla Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. janúar 2020 10:00 Opnunartími leikskólanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana. Í samráði við stýrihóp um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík mun borgarráð ræða í dag tillögu um að ráðist verði í ítarlegt jafnréttismat á áhrifum þess ef opnunartími leikskóla verður breyttur og vistunartími barna takmarkaður við 9 klst. á dag, í samræmi við niðurstöður jafnréttisskimunar sem þegar hefur verið gerð. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hlusta á raddir foreldra leikskólabarna og sérstaklega þá foreldra sem eru í dag með dvalarsamninga eftir kl. 16.30. Það þarf að skoða þann hóp sérstaklega sem myndi eiga erfitt að mæta slíkri breytingu á opnunartíma. Í samræmi við leiðbeiningar um gerð jafnréttismats er einnig mikilvægt að fá mat á því hvort grípa megi til mótvægisaðgerða vegna tillögunnar. Að þessu loknu mun borgarráð taka tillöguna til endanlegrar meðferðar og taka ákvörðun á grundvelli faglegrar greiningar og mun hún ekki taka gildi fyrr. Það er eðlilegt ferli ákvarðana hjá Reykjavíkurborg. Samþykkt skóla- og frístundaráðs um opnunartíma byggir á greiningu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Markmið þess hóps var að finna leiðir til að búa leikskólunum gott umhverfi, bæði fyrir starfsfólk og börn, með fagmennsku í fyrirrúmi, sem er eitt af þeim meginverkefnum sem kynnt var í meirihlutasáttmálanum. Telur stýrihópurinn að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starfs og mönnun leikskólans verði einfaldari. Það er mikilvægt verkefni að gera leikskólana að aðlaðandi starfsvettvangi til að foreldum í Reykjavík sé tryggð áframhaldandi góð þjónusta og börnum tryggð sem best náms-, uppeldis- og leikskilyrði. Það þarf því að hlusta á áhyggjuraddir leikskólastjóra um álag og skort á leikskólakennurum. Það þarf líka að hlusta á foreldra sem þurfa að bregðast við breytingum á opnunartímum. Því verður óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum foreldra, svo sem Félagi leikskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóla. Það verður einnig óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum stjórnenda og starfsmanna leikskólanna. Opnunartími leikskólanna er hagsmunamál sem snertir marga og því er mikilvægt að ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu máli, þar sem hlustað er bæði á foreldra og leikskólana og komist að niðurstöðu sem er best fyrir alla. Við viljum brúa bilið, bæta starfsumhverfi og bjóða fjölskyldum í borginni góða þjónustu. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Opnunartími leikskólanna hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana. Í samráði við stýrihóp um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík mun borgarráð ræða í dag tillögu um að ráðist verði í ítarlegt jafnréttismat á áhrifum þess ef opnunartími leikskóla verður breyttur og vistunartími barna takmarkaður við 9 klst. á dag, í samræmi við niðurstöður jafnréttisskimunar sem þegar hefur verið gerð. Í þeirri vinnu er mikilvægt að hlusta á raddir foreldra leikskólabarna og sérstaklega þá foreldra sem eru í dag með dvalarsamninga eftir kl. 16.30. Það þarf að skoða þann hóp sérstaklega sem myndi eiga erfitt að mæta slíkri breytingu á opnunartíma. Í samræmi við leiðbeiningar um gerð jafnréttismats er einnig mikilvægt að fá mat á því hvort grípa megi til mótvægisaðgerða vegna tillögunnar. Að þessu loknu mun borgarráð taka tillöguna til endanlegrar meðferðar og taka ákvörðun á grundvelli faglegrar greiningar og mun hún ekki taka gildi fyrr. Það er eðlilegt ferli ákvarðana hjá Reykjavíkurborg. Samþykkt skóla- og frístundaráðs um opnunartíma byggir á greiningu stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Markmið þess hóps var að finna leiðir til að búa leikskólunum gott umhverfi, bæði fyrir starfsfólk og börn, með fagmennsku í fyrirrúmi, sem er eitt af þeim meginverkefnum sem kynnt var í meirihlutasáttmálanum. Telur stýrihópurinn að stytting opnunartíma muni draga úr álagi á börn, stjórnendur og aðra starfsmenn og styrkja faglegt starf þar sem skipulag daglegs starfs og mönnun leikskólans verði einfaldari. Það er mikilvægt verkefni að gera leikskólana að aðlaðandi starfsvettvangi til að foreldum í Reykjavík sé tryggð áframhaldandi góð þjónusta og börnum tryggð sem best náms-, uppeldis- og leikskilyrði. Það þarf því að hlusta á áhyggjuraddir leikskólastjóra um álag og skort á leikskólakennurum. Það þarf líka að hlusta á foreldra sem þurfa að bregðast við breytingum á opnunartímum. Því verður óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum foreldra, svo sem Félagi leikskólabarna í Reykjavík og Heimili og skóla. Það verður einnig óskað eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum stjórnenda og starfsmanna leikskólanna. Opnunartími leikskólanna er hagsmunamál sem snertir marga og því er mikilvægt að ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu máli, þar sem hlustað er bæði á foreldra og leikskólana og komist að niðurstöðu sem er best fyrir alla. Við viljum brúa bilið, bæta starfsumhverfi og bjóða fjölskyldum í borginni góða þjónustu. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar