Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:30 Kiana Johnson átti flottan leik með Val á móti KR. Vísir/Daníel Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira