Handbolti

Toppliðið um áramót hefur ekki orðið deildarmeistari þrjú ár í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukarmaðurinn Tjörvi Þorgeirsson.
Haukarmaðurinn Tjörvi Þorgeirsson. Vísir/Bára

Olís deild karla í handbolta hefst í kvöld með heilli umferð. Þetta verða fyrstu leikir deildarinnar í 44 daga en deildin fór fyrst í jólafrí og svo var hlé vegna keppni á Evrópumótinu í handbolta.

Haukar sátu í efsta sætinu í deildinni yfir jól og áramót, eru með einu stigi meira en Afturelding og fjórum stigum meira en liðið í þriðja sæti sem er Valur.

Það eru hins vegar liðin fjögur ár síðan að toppliðinu fyrir stórmótafrí hafi tekist að halda efsta sætinu og tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Undanfarin þrjú ár hefur toppliðinu ekki einu sinni tekist að enda í tveimur efstu sætunum.

Valsmenn voru á toppnum um áramót í fyrra en enduðu í þriðja sætinu og misstu líka af bikarmeistaratitlinum.

Árið á undan voru það FH-ingar sem misstu frá sér toppsætið og Afturelding, sem var í efsta sæti í stórmótafríinu árið 2017 datt alla leið niður í fjórða sæti áður en deildarkeppnin kláraðist.

Það þarf að fara alla leið aftur til Haukaliðsins árið 2016 til að finna lið sem hélt toppsætinu eftir stórmótafríið.

Haukarnir 2015-16 urðu ekki aðeins deildarmeistarar um vorið því þeir unnu einnig Íslandsmeistaratitilinn. Það er líka síðasti Íslandsmeistartitill Hauka



Erfitt að halda toppsætinu í Olís deild karla:

2019-20

Efst fyrir hlé: Haukar

Deildarmeistari: ???

Íslandsmeistari: ???

2018-19

Efst fyrir hlé: Valur

Deildarmeistari: Haukar

Íslandsmeistari: Selfoss

2017-18

Efst fyrir hlé: FH

Deildarmeistari: ÍBV

Íslandsmeistari: ÍBV

2016-17

Efst fyrir hlé: Afturelding

Deildarmeistari: FH

Íslandsmeistari: Valur

2015-16

Efst fyrir hlé: Haukar

Deildarmeistari: Haukar

Íslandsmeistari: Haukar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×