Fótbolti

Eriksen orðinn leikmaður Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eriksen lék með Tottenham á árunum 2013-20.
Eriksen lék með Tottenham á árunum 2013-20. vísir/getty

Christian Eriksen er genginn í raðir Inter frá Tottenham. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska félagið.



Samningur Danans við Spurs hefði runnið út í sumar og hann var lengi orðaður við brottför frá félaginu.

Tottenham keypti Eriksen frá Ajax 2013. Hann lék alls 305 leiki fyrir Spurs og skoraði 69 mörk.

Eriksen, sem er 27 ára, er þriðji leikmaðurinn sem Inter fær til sín í janúar. Áður voru Ashley Young og Victor Moses komnir.

Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Juventus. Inter hefur gert jafntefli í síðustu þremur deildarleikjum sínum.

Eriksen er fjórði Daninn sem leikur með Inter. Hinir eru Harald Nielsen, Thomas Helveg og Patrick Olsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×