Handbolti

Haukur með tvöfalda tvennu í fyrsta leik eftir EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson í leik með Selfossi. hann er með 8,0 mörk og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.
Haukur Þrastarson í leik með Selfossi. hann er með 8,0 mörk og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Vísir/Vilhelm

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson fór heldur betur á kostum í gær þegar Íslandsmeistarar Selfoss unnu sigur í fyrsta leik sínum eftir jóla- og EM-frí.

Haukur var með 11 mörk og 10 stoðsendingar í leiknum og náði fyrstu tvöföldu tvennu tímabilsins. Það þarf ekki að koma á óvart að hann fékk tíu frá HB Statz fyrir frammistöðu sína.

Haukur Þrastarson var með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta fyrr í þessum mánuði og fékk aðeins að spila í lok þess. Þar sýndi hann flotta spretti inn á milli og það var gaman að sjá hann láta til sín taka í fyrsta leik með Selfossi eftir EM.

Haukur hafði aðeins skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik í Olís deildinni í vetur og þetta var í fyrsta sinn sem hann gaf tíu stoðsendingar í einum og sama leiknum.

Þetta er líka í fyrsta sinn í vetur sem Haukur kemur að meira ein tuttugu mörkum í einum og saman leiknum í Olís deildinni í vetur.

Haukur er efstur í Olís deildinni í bæði mörkum (120) og stoðsendingum (90) og með frammistöðu sinni í gær þá komst hann yfir tvö hundrð marka múrinn.

Haukur kom með beinum hætti að 21 af 34 mörkum Selfossliðsins í leiknum eða 62 prósent markanna. Fimm af stoðsendingum Hauks fóru inn á línu þarf af þrjár á Atla Ævar Ingólfsson. Hann átti síðan tvær stoðsendingar út í vinstra horn og tvær stoðsendingar út í hægra horn. Ein stoðsendinga Hauks kom síðan fyrir gegnumbrot.

Haukur var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik og kom þar að 13 af 17 mörkum eða 76 prósent. Hann var síðan með 3 mörk og 5 stoðsendingar í seinni hálfleiknum.

Hér fyrir neðan má tilþrif með Hauki í leiknum á móti HK í gær.

Klippa: Frammistaða Hauks Þrastar á móti HKFlest mörk skoruð hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20:
11 mörk - á móti HK í gær
10 mörk - á móti Haukum í nóvember
9 mörk - á móti FH í september
9 mörk - á móti Val í september
9 mörk - á móti KA í október
9 mörk - á móti Aftureldingu í október
9 mörk - á móti Val í desember

Flestar stoðsendingar hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20:
10 stoðsendingar - á móti HK í gær
8 stoðsendingar - á móti KA í október
8 stoðsendingar - á móti FH í desember
7 stoðsendingar - á móti FH í september
7 stoðsendingar - á móti Val í desember

Flest mörk+stoðsendingar hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20:
21 - á móti HK í gær
17 - á móti KA í október
16 - á móti FH í september
16 - á móti Val í desember
15 - á móti Aftureldingu í október
15 - á móti Haukum í nóvemberAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.