Enski boltinn

Ekkert lið í fimm sterkustu deildum Evrópu byrjað betur en Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool-menn fagna Roberto Firmino sem skoraði eina markið gegn Tottenham.
Liverpool-menn fagna Roberto Firmino sem skoraði eina markið gegn Tottenham. vísir/getty

Byrjun Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er sú besta hjá liði í fimm sterkustu deildum Evrópu frá upphafi.

Í gær vann Liverpool 0-1 útisigur á Tottenham. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og gert eitt jafntefli. 

Liverpool hefur fengið 61 stig af 63 mögulegum og er með 16 stiga forskot á Leicester City sem er í 2. sæti.


Ekkert lið í fimm sterkustu deildum Evrópu (England, Spánn, Frakkland, Þýskaland og Ítalía) hefur verið með jafn mörg stig eftir 21 leik og Liverpool í vetur.

Paris Saint-Germain (2018-19), Manchester City (2017-18), Bayern München (2013-14) og Juventus (2018-19) áttu metið sem var 49 stig.

Þrettán af fimmtán bestu byrjunum liða eftir 21 leik hafa komið frá og með tímabilinu 2012-13 eins og sjá má hér fyrir neðan.


Það hefur þó komið fyrir í öðrum deildum Evrópu að lið hafi verið með 61 stig eftir 21 leik. AZ Alkmaar (1980-81), Celtic (2016-17) og Shakhtar Donetsk (2012-13) afrekuðu það öll.


Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester United sunnudaginn 19. janúar. United er eina liðið sem hefur tekið stig af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Tuttugasti sigur Liver­pool kom gegn Mourin­ho

Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið er með sextán stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 1-0 sigur á Tottenham í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.