Golf

Steele í góðum málum fyrir lokahringinn í Havaí

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brendan Steele.
Brendan Steele. vísir/getty

Bandaríski kylfingurinn Brendan Steele hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Sony Open sem fram fer í Havaí um helgina en mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Steele var jafn Cameron Davis eftir fyrstu tvo hringi mótsins á samtals sex höggum undir pari en Steele spilaði þriðja hringinn frábærlega og náði þriggja högga forystu.

Steele er á samtals tólf höggum undir pari fyrir lokahringinn sem fram fer í kvöld en Davis er á samtals níu höggum undir pari í 2.sæti. Kevin Kisner kemur þriðji á samtals átta höggum undir pari.

Sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá lokahringnum klukkan 23 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.