Golf

Steele í góðum málum fyrir lokahringinn í Havaí

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brendan Steele.
Brendan Steele. vísir/getty

Bandaríski kylfingurinn Brendan Steele hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Sony Open sem fram fer í Havaí um helgina en mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Steele var jafn Cameron Davis eftir fyrstu tvo hringi mótsins á samtals sex höggum undir pari en Steele spilaði þriðja hringinn frábærlega og náði þriggja högga forystu.

Steele er á samtals tólf höggum undir pari fyrir lokahringinn sem fram fer í kvöld en Davis er á samtals níu höggum undir pari í 2.sæti. Kevin Kisner kemur þriðji á samtals átta höggum undir pari.

Sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá lokahringnum klukkan 23 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×