Handbolti

Frakkar úr leik á EM | Strákarnir hans Kristjáns töpuðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sander Sagosen skoraði tíu mörk gegn Frökkum.
Sander Sagosen skoraði tíu mörk gegn Frökkum. vísir/getty

Frakkland er úr leik á EM 2020 í handbolta eftir tap fyrir Noregi, 26-28, í D-riðli í Þrándheimi í dag.

Frakkar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og eiga ekki lengur möguleika á að komast í milliriðil. Ljóst er að Norðmenn og Portúgalir fara upp úr D-riðli.

Þetta er versti árangur Frakka á Evrópumóti frá upphafi. Þeir hafa þrisvar sinnum orðið Evrópumeistarar.

Sander Sagosen átti frábæran leik í norska liðinu og skoraði tíu mörk. Ludovic Fabregas skoraði átta mörk fyrir Frakka.



Sænsku strákarnir hans Kristjáns Andréssonar töpuðu fyrir Slóveníu, 19-21, í Gautaborg. Svíar eru með tvö stig í 2. sæti F-riðils, tveimur stigum á eftir toppliði Slóvena. Svíþjóð mætir Póllandi í lokaleik sínum í riðlinum á þriðjudaginn.

Jure Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu en Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Svíþjóðar með fimm mörk.



Austurríki sigraði Úkraínu, 34-30, í Vín. Austurríkismenn hafa unnið báða leiki sína á EM og eru á toppnum í B-riðli. Úkraína er án stiga í neðsta sætinu en á enn möguleika á að komast í milliriðil.

Nikola Bilyk skoraði tíu mörk fyrir Austurríki. Hann hefur skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×