Handbolti

Frakkar úr leik á EM | Strákarnir hans Kristjáns töpuðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sander Sagosen skoraði tíu mörk gegn Frökkum.
Sander Sagosen skoraði tíu mörk gegn Frökkum. vísir/getty

Frakkland er úr leik á EM 2020 í handbolta eftir tap fyrir Noregi, 26-28, í D-riðli í Þrándheimi í dag.

Frakkar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM og eiga ekki lengur möguleika á að komast í milliriðil. Ljóst er að Norðmenn og Portúgalir fara upp úr D-riðli.

Þetta er versti árangur Frakka á Evrópumóti frá upphafi. Þeir hafa þrisvar sinnum orðið Evrópumeistarar.

Sander Sagosen átti frábæran leik í norska liðinu og skoraði tíu mörk. Ludovic Fabregas skoraði átta mörk fyrir Frakka.


Sænsku strákarnir hans Kristjáns Andréssonar töpuðu fyrir Slóveníu, 19-21, í Gautaborg. Svíar eru með tvö stig í 2. sæti F-riðils, tveimur stigum á eftir toppliði Slóvena. Svíþjóð mætir Póllandi í lokaleik sínum í riðlinum á þriðjudaginn.

Jure Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu en Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Svíþjóðar með fimm mörk.


Austurríki sigraði Úkraínu, 34-30, í Vín. Austurríkismenn hafa unnið báða leiki sína á EM og eru á toppnum í B-riðli. Úkraína er án stiga í neðsta sætinu en á enn möguleika á að komast í milliriðil.

Nikola Bilyk skoraði tíu mörk fyrir Austurríki. Hann hefur skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins á EM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.