Fótbolti

Fót­­bolta­lands­liðið mætt til Banda­­ríkjanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hluti hópsins fyrir æfingu gærdagsins.
Hluti hópsins fyrir æfingu gærdagsins. mynd/ksí

A-landslið karla í fótbolta er komið til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Los Angeles, þar sem liðið mun æfa og spila næstu vikuna.

Ekki er um alþjóðlega landsleikjadaga að ræða svo ekki eru allar stjörnur íslenska liðsins með í förinni en þó eru einhverjir lykilmenn.

Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal þeirra sem eru í hópnum en hópinn í heild sinni má sjá hér.Ísland mætir Kanada á miðvikudag og El Salvador á sunnudag en vel verður fylgst með leikjum á Vísi í vikunni.

Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitaleik um sæti á EM 2020 í marsmánuði en leikur verður á Laugardalsvelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.