Enski boltinn

Sout­hgate gæti valið leik­mann Leeds í lands­liðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southgate ásamt aðstoðarmanni sínum.
Southgate ásamt aðstoðarmanni sínum. vísir/getty

Leeds hefur verið að gera góða hluti í ensku B-deildinni og vonast fjölmargir stuðningsmenn liðsins að nú sé biðið á enda; að liðið komist í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Leeds er þrátt fyrir tap helgarinnar gegn Sheffield Wednesday í 2. sæti deildarinnar með 53 stig, stigi á eftir toppliði WBA, og sex stigum á undan Brentford sem er í öðru sætinu.

Tvö efstu liðin fara beint upp um deild en lið þrjú til sex í umspilið fræga en Leeds gæti verið að eignast landsliðsmann á nýjan leik.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var nefnilega mættur á Elland Road um helgina þar sem hann sá leik Leeds gegn Sheffield Wednesday.

Talið er að Southgate hafi verið að fylgjast með miðjumanni Leeds, Kalvin Phillips, og vilji sjá hann í æfingaleikjunum enska landsliðsins í mars.







Philips er 24 ára gamel en Declan Rice og Harry Winks hafa verið að spila þessa stöðu meðal annars hjá enska landsliðinu. Margir hafa kallað eftir því að Phillips fái í það minnsta tækifæri.

England mætir Ítalíu og Danmörku í æfingaleikjum í marsmánuði en liðið er að sjálfsögðu að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×