Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 11:01 Einn veitingastaða Domino's á Íslandi stendur við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04
Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00