CNBC gerir sér mat úr Domino's á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. janúar 2020 10:50 Íslendingar eru sólgnir í Domino's Pizzur, ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum. Skjáskot Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC. Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC.
Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01
Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42