Handbolti

Guðmundur er strax búinn að taka einn undirbúningsfund fyrir Ungverjaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Það eru bara nokkrir klukkutímar liðnir frá því að Ísland rúllaði upp Rússum í öðrum leik sínum á EM 2020.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, heldur strákunum á jörðinni og var ekki lengi að fara pæla í næsta leik á móti Ungverjum á morgun.

Viggó Kristjánsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að þjálfarinn væri þegar búinn að taka einn góðan undirbúningsfund með strákunum fyrir leikinn við Ungverja.

Viggó sagði það líka á fundinum að það sé gaman að hafa fengið að spila á móti Rússum þar sem hann kom sterkur inn og var valinn besti leikmaður vallarins af mótshöldurum.

„Það þarf að fókusa strax á Ungverja en það þarf að gleyma leiknum gegn Rússum eins fljótt og auðið er. Ungverjarnir eru klassa betri en Rússar,“ sagði Viggó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.