Handbolti

Guðmundur er strax búinn að taka einn undirbúningsfund fyrir Ungverjaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Það eru bara nokkrir klukkutímar liðnir frá því að Ísland rúllaði upp Rússum í öðrum leik sínum á EM 2020.Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, heldur strákunum á jörðinni og var ekki lengi að fara pæla í næsta leik á móti Ungverjum á morgun.Viggó Kristjánsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að þjálfarinn væri þegar búinn að taka einn góðan undirbúningsfund með strákunum fyrir leikinn við Ungverja.Viggó sagði það líka á fundinum að það sé gaman að hafa fengið að spila á móti Rússum þar sem hann kom sterkur inn og var valinn besti leikmaður vallarins af mótshöldurum.„Það þarf að fókusa strax á Ungverja en það þarf að gleyma leiknum gegn Rússum eins fljótt og auðið er. Ungverjarnir eru klassa betri en Rússar,“ sagði Viggó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.