Handbolti

Slóvenar fara með tvö stig í milliriðil Íslendinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slóvenar hafa leikið vel á EM.
Slóvenar hafa leikið vel á EM. vísir/epa

Slóvenía vann öruggan sigur á Sviss, 25-29, í F-riðli á EM 2020 í dag.

Slóvenar unnu alla þrjá leiki sína í F-riðli og fara með tvö stig í milliriðil II sem Íslendingar verða í.

Seinna í kvöld mætast Svíar og Pólverjar í lokaleik F-riðils. Svíþjóð fer áfram svo lengi sem liðið tapar ekki með meira en tíu mörkum.

Austurríki kjöldró Norður-Makedóníu, 32-28, í B-riðli. Austurríkismenn unnu alla leiki sína í riðlinum og fara með tvö stig í milliriðil I.

Frakkland vann Bosníu, 23-31, í D-riðli. Leikurinn skipti engu enda bæði lið úr leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.