Handbolti

Engin hjálp frá Ís­landi, fáránlegt tal og fía­skó segir danska pressan eftir af­hroðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nikolaj Jabobsen er landsliðsþjálfari Dana. Fyrir framan hann í mynd er hornamaðurinn Hans Lindberg sem á ættir að rekja til Íslands.
Nikolaj Jabobsen er landsliðsþjálfari Dana. Fyrir framan hann í mynd er hornamaðurinn Hans Lindberg sem á ættir að rekja til Íslands. vísir/getty

Dönsku miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna danska handboltalandsliðið og það hélt áfram í gær eftir síðasta leik liðsins á EM 2020.

Danmörk er úr leik á EM en það varð ljóst eftir að Ísland tapaði fyrir Ungverjum. Danirnir unnu þó Rússa í lokaumferðinni til að bjarga andlitinu.

Það var þó ekki nóg til þess að gera dönsku miðlana ánægða.

„Engin hjálp: Danmörk er dottið út af EM.“ Svona hljóðar fyrirsögn Ekstra Bladet eftir tap Íslands gegn Ungverjalandi þar sem fjallað er um leik strákanna okkar.

„Ísland gat ekki hjálpað Danmörku,“ skrifaði miðillinn enn frekar. „Danmörk þurfti hjálp frá Íslandi til þess að komast í milliriðla en þannig fór það ekki.“







„Það sem Ungverjaland og Ísland eiga sameiginlegt er að þau spila fyrsta leik sinn í milliriðli á föstudaginn. Það gerir Danmörk ekki,“ segir í frétt Jyllands-Posten um gengi Dana.

„Það er næstum ekki hægt að trúa þessu en svona er þetta. Riðlakeppnin á EM 2020 er endastöðin fyrir gull-kandídatana í Danmörku.“

„Danmörk lenti í meiðslum og veikindum nokkurra lykilmanna en það færir þetta fíaskó ekki um millimetra.“



Søren Paaske, spekingur BT, skrifar pistil um gengi Dana þar sem hann fer vel ofan í kjölinn á gengi Dana. Hann er þó viss um að ekki eigi að reka Nikolaj Jakobsen, þjálfara liðsins.

„Ég vil meina að allt tal um að reka einhvern - og það hef ég séð á nokkrum stöðum á samfélagsmiðlum í kvöld - er algjörlega fáránlegt.“

„Maðurinn er einn besti þjálfari heims og stýrði Dönum til sigurs á HM fyrir ári síðan. Auðvitað er staða hans ekki til umræðu,“ en afar ítarlegan pistil hans um mótið lesa hér.

Allar umsagnir í einkunnargjöf BT eftir leikinn enduðu á sömu setningunni. „En það skiptir því miður engu máli núna.“ Vísaði blaðið í það að danska liðið er úr leik og þeir væru á leið heim frá Malmö eftir vonbrigðin.

Jyllands-posten er ekki eini miðillinn sem segir að Evrópumótið sé fíaskó. Sérfræðingurinn hjá TV 2 Sport, Claus Møller Jakobsen, er sammála því og segir að það sé ekkert annað í stöðunni en að kalla þetta fíaskó.

„Það er enginn vafi á því að þetta er fíaskó. Danmörk hefur í tveimur leikjum ekki sýnt þau gæði sem þeir eiga að vera spila á.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×