Handbolti

Króatar fyrstir til að vinna Austurríkismenn á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Króatar eru mjög líklegir til afreka á EM.
Króatar eru mjög líklegir til afreka á EM. vísir/epa

Króatía vann Austurríki, 27-23, í milliriðli I á Evrópumótinu í handbolta í dag.

Króatar hafa unnið alla leiki sína á EM og eru með fjögur stig í milliriðli I, líkt og Spánverjar. Þetta var hins vegar fyrsta tap Austurríkismanna á mótinu.


Leikurinn var jafn framan af en í stöðunni 4-4 skoraði Króatía fjögur mörk í röð og náði undirtökunum. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-8.

Það bil náði Austurríki aldrei að brúa. Austurríkismenn minnkuðu muninn nokkrum sinnum í fjögur mörk en nær komust þeir ekki.

Zlatko Horvat skoraði sex mörk fyrir Króatíu og Luka Cindric og Domagoj Duvnjak voru báðir með fimm mörk. Sá síðarnefndi átti einnig frábæran leik í króatísku vörninni.

Robert Weber var markahæstur í austrríska liðinu með sex mörk. Gerald Zeiner skoraði fjögur mörk.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.