Handbolti

Króatar fyrstir til að vinna Austurríkismenn á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Króatar eru mjög líklegir til afreka á EM.
Króatar eru mjög líklegir til afreka á EM. vísir/epa

Króatía vann Austurríki, 27-23, í milliriðli I á Evrópumótinu í handbolta í dag.Króatar hafa unnið alla leiki sína á EM og eru með fjögur stig í milliriðli I, líkt og Spánverjar. Þetta var hins vegar fyrsta tap Austurríkismanna á mótinu.Leikurinn var jafn framan af en í stöðunni 4-4 skoraði Króatía fjögur mörk í röð og náði undirtökunum. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-8.Það bil náði Austurríki aldrei að brúa. Austurríkismenn minnkuðu muninn nokkrum sinnum í fjögur mörk en nær komust þeir ekki.Zlatko Horvat skoraði sex mörk fyrir Króatíu og Luka Cindric og Domagoj Duvnjak voru báðir með fimm mörk. Sá síðarnefndi átti einnig frábæran leik í króatísku vörninni.Robert Weber var markahæstur í austrríska liðinu með sex mörk. Gerald Zeiner skoraði fjögur mörk.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.