Leik lokið: Ís­land - Slóvenía 27-30 | Tap í fyrsta leik í milliriðli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk.
Bjarki Már var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. vísir/epa

Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 27-30, í fyrsta leik sínum í milliriðli. Íslendingar hafa tapað tveimur leikjum í röð á EM 2020.Íslenska liðið byrjaði leikinn skelfilega og lenti 2-7 undir. Ísland svaraði með 7-2 kafla og jafnaði í 9-9. Slóvenía var marki yfir í hálfleik, 14-15.Seinni hálfleikurinn var jafn framan af en Slóvenar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni 16-16 og náðu frumkvæðinu.Eftir það var íslenska liðið alltaf í eltingarleik og náði aldrei að ógna forskoti Slóvena sem unnu á endanum þriggja marka sigur, 27-30.Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Viggó Kristjánsson átti góða innkomu og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum.Næsti leikur Íslands er gegn Portúgal á sunnudaginn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.