Enski boltinn

Leeds án sigurs í síðustu þremur deildar­leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn QPR fagna sigurmarkinu.
Leikmenn QPR fagna sigurmarkinu. vísir/getty

Leeds tapaði 1-0 gegn QPR er liðin mættust í hádegisleiknum í ensku B-deildinni.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 20. mínútu er Nahki Wells skoraði eftir darraðadans í vítateig Leeds eftir aukaspyrnu.

Ekki skánaði ástandið fyrir Leeds á 88. mínútu er Kalvin Phillips fékk beint rautt spjald. Lokatölur 1-0.







Gengi Leeds hefur ekki verið upp á marga fiska á síðkastið en liðið hefur einungis náð í eitt af síðustu níu mögulegum í deildinni.

Leeds er í 2. sætinu með 52 stig en Fulham er í 3. sætinu með 48 stig. Brentford er í fjórða sætinu með 46 stig og getur minnkað forskot Leeds niður í þrjú stig með sigri síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×