Enski boltinn

Leeds án sigurs í síðustu þremur deildar­leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn QPR fagna sigurmarkinu.
Leikmenn QPR fagna sigurmarkinu. vísir/getty

Leeds tapaði 1-0 gegn QPR er liðin mættust í hádegisleiknum í ensku B-deildinni.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 20. mínútu er Nahki Wells skoraði eftir darraðadans í vítateig Leeds eftir aukaspyrnu.

Ekki skánaði ástandið fyrir Leeds á 88. mínútu er Kalvin Phillips fékk beint rautt spjald. Lokatölur 1-0.
Gengi Leeds hefur ekki verið upp á marga fiska á síðkastið en liðið hefur einungis náð í eitt af síðustu níu mögulegum í deildinni.

Leeds er í 2. sætinu með 52 stig en Fulham er í 3. sætinu með 48 stig. Brentford er í fjórða sætinu með 46 stig og getur minnkað forskot Leeds niður í þrjú stig með sigri síðar í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.