WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2016 10:33 Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun