WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2016 10:33 Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira