Arteta öskraði á leikmenn Arsenal í hálfleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 09:30 Mikel Arteta öskraði ekki bara á sína leikmenn heldur einnig á dómarann eins og sjá má hér fyrir ofan. Getty/Julian Finney Mikel Arteta tókst að vekja sína menn í hálfleik í bikarsigrinum á Leeds United í gærkvöldi. Leeds United var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa í hálfleiknum. Í stað þess náði Arsenal að laga sinn leik verulega og Reiss Nelson skoraði síðan eina mark leiksins á 55. mínútu. Arsenal liðið var jafngott í seinni hálfleik og það var lélegt í þeim fyrri. Leikmenn liðsins töluðu um hálfleiksræðu knattspyrnustjórans Mikel Arteta eftir leikinn. Honesty's the best policy.@m8artetapic.twitter.com/6TQSsjLwiX— Arsenal (@Arsenal) January 7, 2020 Arsenal markvörðurinn Emiliano Martinez sagði að Mikel Arteta hafi verið mjög reiður í hálfleik. „Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við vissum að þeir myndu spila svona og við bárum ekki virðingu fyrir því sem hann sagði fyrir leikinn,“ sagði Alexandre Lacazette við BBC One. Arsenal átti fullt af færum í seinni hálfleiknum þar á meðal skaut umræddur Alexandre Lacazette í slána úr aukaspyrnu. „Núna er ég virkilega ánægður en við sáum þarna tvö mismunandi lið. Liðið sem spilaði fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og svo liðið eftir það,“ sagði Mikel Arteta við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. 'They battered every team in the Championship, every three days. The way they play makes it really difficult and uncomfortable.' Mikel Arteta explains Arsenal's second-half turnaround #AFChttps://t.co/H2BA1Iioln— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 „Ég reyndi að segja þeim hvað þeir máttu búast við og eftir 32 mínútur höfðum við bara unnið eina tæklingu. Við breyttum hugarfarinu, lönguninni og skipulaginu í hálfleik og við vorum fyrir vikið allt annað lið,“ sagði Mikel Arteta. „Stundum þurfa menn að finna það á eigin skinni hversu erfitt þetta er. Ég hef horft á fullt af leikjum með Leeds liðinu og þeir hafa látið öll lið finna fyrir sér. Það var gott fyrir mína menn að læra af þessu og þjást aðeins inn á vellinum,“ sagði Mikel Arteta. Arsenal have now won more games across all competitions after six days in January (2) than they managed in November and December combined (1). Mikel Arteta F.C. pic.twitter.com/n34ssZc3gp— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Mikel Arteta tókst að vekja sína menn í hálfleik í bikarsigrinum á Leeds United í gærkvöldi. Leeds United var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa í hálfleiknum. Í stað þess náði Arsenal að laga sinn leik verulega og Reiss Nelson skoraði síðan eina mark leiksins á 55. mínútu. Arsenal liðið var jafngott í seinni hálfleik og það var lélegt í þeim fyrri. Leikmenn liðsins töluðu um hálfleiksræðu knattspyrnustjórans Mikel Arteta eftir leikinn. Honesty's the best policy.@m8artetapic.twitter.com/6TQSsjLwiX— Arsenal (@Arsenal) January 7, 2020 Arsenal markvörðurinn Emiliano Martinez sagði að Mikel Arteta hafi verið mjög reiður í hálfleik. „Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við vissum að þeir myndu spila svona og við bárum ekki virðingu fyrir því sem hann sagði fyrir leikinn,“ sagði Alexandre Lacazette við BBC One. Arsenal átti fullt af færum í seinni hálfleiknum þar á meðal skaut umræddur Alexandre Lacazette í slána úr aukaspyrnu. „Núna er ég virkilega ánægður en við sáum þarna tvö mismunandi lið. Liðið sem spilaði fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og svo liðið eftir það,“ sagði Mikel Arteta við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. 'They battered every team in the Championship, every three days. The way they play makes it really difficult and uncomfortable.' Mikel Arteta explains Arsenal's second-half turnaround #AFChttps://t.co/H2BA1Iioln— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 „Ég reyndi að segja þeim hvað þeir máttu búast við og eftir 32 mínútur höfðum við bara unnið eina tæklingu. Við breyttum hugarfarinu, lönguninni og skipulaginu í hálfleik og við vorum fyrir vikið allt annað lið,“ sagði Mikel Arteta. „Stundum þurfa menn að finna það á eigin skinni hversu erfitt þetta er. Ég hef horft á fullt af leikjum með Leeds liðinu og þeir hafa látið öll lið finna fyrir sér. Það var gott fyrir mína menn að læra af þessu og þjást aðeins inn á vellinum,“ sagði Mikel Arteta. Arsenal have now won more games across all competitions after six days in January (2) than they managed in November and December combined (1). Mikel Arteta F.C. pic.twitter.com/n34ssZc3gp— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira