Joker, geðheilbrigðisþjónusta og frjáls vilji Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun