Handbolti

Jóhann Ingi: Sjálfstraust er vöðvi sem er hægt að þjálfa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Ingi les yfir dómurunum.
Jóhann Ingi les yfir dómurunum. mynd/ehf

Jóhann Ingi Gunnarsson er mættur á enn eitt stórmótið í handbolta en venju samkvæmt sér hann um að styrkja andlegt ástand dómaranna á mótinu.

„Sjálfstraustið er gríðarlega mikilvægt. Sjálftraust er vöðvi sem er hægt að þjálfa,“ segir Jóhann Ingi í viðtali við heimasíðu EM.

„Ef dómarar eru með sjálfstraustið í lagi þá mæta þeir á völlinn með jákvætt hugarfar og jákvæða líkamstjáningu. Ef ekki þá skynja þjálfarar liðanna það og nota það gegn dómurunum. Það smitar svo út í áhorfendur og þá gætum við verið að horfa fram á vandræði.“

Jóhann Ingi byrjaði að vinna með sjálfstraust dómara árið 2012 og fyrirlestrar hans eru í miklum metum hjá dómurunum á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×