Það styttist í að jarða þurfi Reykvíkinga í Kópavogi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 14. ágúst 2020 11:00 Ég er borin og barnfæddur Reykvíkingur og þegar ég er öll vil ég vera jarðsett í Reykjavík og hvergi annars staðar. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma í þættinum Morgunvaktinni í vikunni varð ég hugsi. Þar kom fram að lengi hefur verið ljóst að grafarsvæði í Reykjavík munu brátt klárast og ekki verði til skiki til að jarða í Reykjavík. Leita verður á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistin á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið lappirnar í að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Útsvarsfé borgarbúa hefur farið í aðrar framkvæmdir en að byggja nýjan kirkjugarð. Í máli forstjórans kom fram að lengi hafi verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en að brösuglega hafi gengið að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Það er bagalegt að borgin skuli hunsa þetta tímabæra verkefni þegar ljóst er hve skammur tími er til stefnu þar til grafarsvæði í borginni klárast. Einnig kom fram í viðtalinu að mikið vanti af fjármunum til að viðhalda eldri kirkjugörðum og þá sérstaklega Hólavallakirkjugarði. Eftir hrun hafi verið skorið hressilega niður hjá kirkjugarðsumdæmunum og aldrei hafi sá niðurskurður gengið til baka þrátt fyrir góðærisárin undanfarið. Hætta er á að Hólavallakirkjugarður fari að drabbast niður og eldri leiði að skemmast ef ekki verði gripið inn í. Til að vekja athygli á þessu og ýta við borgar- og skipulagsyfirvöldum lagði Flokkur fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í vikunni sem hljóðar svo: Í Reykjavík hafa borgar- og skipulagsyfirvöld sýnt getuleysi þegar kemur að þessum málaflokki. Það líður að því að plássin fyrir kistur í Gufuneskirkjugarði klárist en reiknað er með plássi fyrir kistur í mesta lagi 3-4 ár í viðbót og þá þarf að fara að jarða Reykvíkinga í kirkjugarðinum í Kópavogi. Kirkjugarðurinn við Úlfarsfell hefur lengi verið í undirbúningi. Skipulagsyfirvöld hafa dregið það árum saman að hefja framkvæmdir. Ítrekað hefur skipulagsyfirvöldum verið gert ljóst að brýn þörf er á nýjum grafarsvæðum og að hraða þurfi framkvæmdum á kirkjugarðinum við Úlfarsfell en skipulagsyfirvöld hafa látið málið sem vind um eyru þjóta. Það er miður að borgaryfirvöld sjái ekki nauðsyn þess að fullklára kirkjugarð þar sem Reykvíkingar sem óska þess að vera jarðaðir í kistu fái að hvíla. Fulltrúi Flokks fólksins leggur auk þess til að gert verði átak í Hólavallagarði en honum þarf að halda betur við en gert hefur verið. Aðeins hluti garðsins hefur verið tekinn í gegn en annar hluti hans er að grotna niður. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa til margra ára ekki sýnt Hólavallagarði nægjanlega virðingu og ekki úthlutað til hans nauðsynlegum fjármunum til að halda honum við. Ég vona innilega að tillaga þessi verði hvatning fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur að bretta upp ermarnar og setja framkvæmdir á kirkjugarðinum við Úlfarsfell í forgang. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er borin og barnfæddur Reykvíkingur og þegar ég er öll vil ég vera jarðsett í Reykjavík og hvergi annars staðar. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma í þættinum Morgunvaktinni í vikunni varð ég hugsi. Þar kom fram að lengi hefur verið ljóst að grafarsvæði í Reykjavík munu brátt klárast og ekki verði til skiki til að jarða í Reykjavík. Leita verður á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistin á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið lappirnar í að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Útsvarsfé borgarbúa hefur farið í aðrar framkvæmdir en að byggja nýjan kirkjugarð. Í máli forstjórans kom fram að lengi hafi verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en að brösuglega hafi gengið að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Það er bagalegt að borgin skuli hunsa þetta tímabæra verkefni þegar ljóst er hve skammur tími er til stefnu þar til grafarsvæði í borginni klárast. Einnig kom fram í viðtalinu að mikið vanti af fjármunum til að viðhalda eldri kirkjugörðum og þá sérstaklega Hólavallakirkjugarði. Eftir hrun hafi verið skorið hressilega niður hjá kirkjugarðsumdæmunum og aldrei hafi sá niðurskurður gengið til baka þrátt fyrir góðærisárin undanfarið. Hætta er á að Hólavallakirkjugarður fari að drabbast niður og eldri leiði að skemmast ef ekki verði gripið inn í. Til að vekja athygli á þessu og ýta við borgar- og skipulagsyfirvöldum lagði Flokkur fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í vikunni sem hljóðar svo: Í Reykjavík hafa borgar- og skipulagsyfirvöld sýnt getuleysi þegar kemur að þessum málaflokki. Það líður að því að plássin fyrir kistur í Gufuneskirkjugarði klárist en reiknað er með plássi fyrir kistur í mesta lagi 3-4 ár í viðbót og þá þarf að fara að jarða Reykvíkinga í kirkjugarðinum í Kópavogi. Kirkjugarðurinn við Úlfarsfell hefur lengi verið í undirbúningi. Skipulagsyfirvöld hafa dregið það árum saman að hefja framkvæmdir. Ítrekað hefur skipulagsyfirvöldum verið gert ljóst að brýn þörf er á nýjum grafarsvæðum og að hraða þurfi framkvæmdum á kirkjugarðinum við Úlfarsfell en skipulagsyfirvöld hafa látið málið sem vind um eyru þjóta. Það er miður að borgaryfirvöld sjái ekki nauðsyn þess að fullklára kirkjugarð þar sem Reykvíkingar sem óska þess að vera jarðaðir í kistu fái að hvíla. Fulltrúi Flokks fólksins leggur auk þess til að gert verði átak í Hólavallagarði en honum þarf að halda betur við en gert hefur verið. Aðeins hluti garðsins hefur verið tekinn í gegn en annar hluti hans er að grotna niður. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa til margra ára ekki sýnt Hólavallagarði nægjanlega virðingu og ekki úthlutað til hans nauðsynlegum fjármunum til að halda honum við. Ég vona innilega að tillaga þessi verði hvatning fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur að bretta upp ermarnar og setja framkvæmdir á kirkjugarðinum við Úlfarsfell í forgang. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun