Kvennalið KR styrkir sig með tveimur erlendum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 16:30 Taryn McCutcheon í leik með Michigan State háskólaliðinu á síðustu leiktíð en hún spilar í Vesturbænum í vetur. Getty/G Fiume KR hefur samið við leikstjórnandann Taryn McCutcheon frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna í Domino´s deildinni á komandi leiktíð. KR segir frá komu nýju erlendu leikmanna sinn á heimasíðu sinni en þar er einnig viðtal við þjálfarann um liðstyrkinn. Francisco Garcia tók við KR-liðinu af Benedikti Guðmundssyni í sumar. Taryn McCutcheon er 165 sm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður og leikstjórnandi í liði MSU þar sem hún skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í sögu kvennaliðs Michigan State eða 582 á fjórum árum. Á síðasta ári sínu með Michigan State háskólaliðinu þá var Taryn McCutcheon með 10,8 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári en var ekki valin. Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona en hún er 188 sm framherji sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum. Annika Holopainen spilaði í frönsku b-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var með 8,9 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum. Leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk,“ sagði Francisco Garcia, þjálfari KR, við heimasíðu KR. „Taryn er traustur leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State,“ sagði Garcia. „Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter,“ sagði Garcia. Dominos-deild kvenna Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
KR hefur samið við leikstjórnandann Taryn McCutcheon frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna í Domino´s deildinni á komandi leiktíð. KR segir frá komu nýju erlendu leikmanna sinn á heimasíðu sinni en þar er einnig viðtal við þjálfarann um liðstyrkinn. Francisco Garcia tók við KR-liðinu af Benedikti Guðmundssyni í sumar. Taryn McCutcheon er 165 sm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður og leikstjórnandi í liði MSU þar sem hún skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í sögu kvennaliðs Michigan State eða 582 á fjórum árum. Á síðasta ári sínu með Michigan State háskólaliðinu þá var Taryn McCutcheon með 10,8 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári en var ekki valin. Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona en hún er 188 sm framherji sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum. Annika Holopainen spilaði í frönsku b-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var með 8,9 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum. Leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk,“ sagði Francisco Garcia, þjálfari KR, við heimasíðu KR. „Taryn er traustur leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State,“ sagði Garcia. „Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter,“ sagði Garcia.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira