Akureyringur, kauptu metanbíl! Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. ágúst 2020 11:30 Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni. Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt. Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Akureyri Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni. Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt. Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl?
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar