Skoðun

Fimm staðreyndir

Katrín Oddsdóttir skrifar

Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar.

Staðreynd 2: Í krafti auðvalds síns ætlar Samherji nú að hjóla í Helga Seljan og Rúv.

Staðreynd 3: Við eigum nýja stjórnarskrá sem tryggir auðlindir í þjóðareign og að fullt verð fáist fyrir nýtingu þeirra.

Staðreynd 4: Í nýju stjórnarskránni segir líka:

„Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum.

Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og samkvæmt dómsúrskurði.”

Staðreynd 5: Í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sögðu 2/3 hlutar kjósenda að nýju stjórnarskrána skyldi leggja til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Alþingi hunsar þá niðurstöðu.

Skrifum öll undir undirskriftalistann sem krefst lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar án tafar: www.nystjornarskra.is

Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.