Atvinnumál – mál málanna Gauti Jóhannesson skrifar 11. ágúst 2020 07:30 Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. Ekki er síður mikilvægt að atvinnulífið sé fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið störf við hæfi. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi er full ástæða til bjartsýni hvað þetta varðar. Mikill vöxtur hefur einkennt ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár og gistirýmum hefur fjölgað. Mikill fjöldi gesta kemur akandi á eigin vegum eða í hópferðum og sífellt fleiri skemmtiferðaskip heimsækja Seyðisfjörð, Djúpavog og Borgarfjörð eystri á ári hverju. Miklar væntingar eru gerðar til frekari uppbyggingar á flugvellinum á Egilsstöðum og ekki má gleyma reglulegum ferjusiglingum til Seyðisfjarðar. Laxeldið vex með ári hverju og ljóst að vægi þess í rekstri nýs sveitarfélags á eftir að skipta miklu í framtíðinni. Landbúnaðurinn á svæðinu stendur á gömlum grunni og margvíslegur iðnaður, þjónusta og menningarstarfsemi einnig. Hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni er að styðja markvisst við atvinnulífið og stuðla að frekari uppbyggingu og fjölbreytni. Mikilvægt er að styðja þau fyrirtæki sem eru fyrir á svæðinu en ekki síður frumkvöðla, smáframleiðendur og nýsköpun og að allir eigi kost á stuðningi þar sem það á við. Með það fyrir augum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að í sameinuðu sveitarfélagi verði í boði skilvirk ráðgjöf á sviði atvinnumála með áherslu á samráð og samstarf og þannig stuðlað að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið í heild. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum Það ástand sem við nú búum við er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Djúpivogur Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Gauti Jóhannesson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. Ekki er síður mikilvægt að atvinnulífið sé fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið störf við hæfi. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi er full ástæða til bjartsýni hvað þetta varðar. Mikill vöxtur hefur einkennt ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár og gistirýmum hefur fjölgað. Mikill fjöldi gesta kemur akandi á eigin vegum eða í hópferðum og sífellt fleiri skemmtiferðaskip heimsækja Seyðisfjörð, Djúpavog og Borgarfjörð eystri á ári hverju. Miklar væntingar eru gerðar til frekari uppbyggingar á flugvellinum á Egilsstöðum og ekki má gleyma reglulegum ferjusiglingum til Seyðisfjarðar. Laxeldið vex með ári hverju og ljóst að vægi þess í rekstri nýs sveitarfélags á eftir að skipta miklu í framtíðinni. Landbúnaðurinn á svæðinu stendur á gömlum grunni og margvíslegur iðnaður, þjónusta og menningarstarfsemi einnig. Hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni er að styðja markvisst við atvinnulífið og stuðla að frekari uppbyggingu og fjölbreytni. Mikilvægt er að styðja þau fyrirtæki sem eru fyrir á svæðinu en ekki síður frumkvöðla, smáframleiðendur og nýsköpun og að allir eigi kost á stuðningi þar sem það á við. Með það fyrir augum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að í sameinuðu sveitarfélagi verði í boði skilvirk ráðgjöf á sviði atvinnumála með áherslu á samráð og samstarf og þannig stuðlað að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið í heild. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum Það ástand sem við nú búum við er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar