Atvinnumál – mál málanna Gauti Jóhannesson skrifar 11. ágúst 2020 07:30 Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. Ekki er síður mikilvægt að atvinnulífið sé fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið störf við hæfi. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi er full ástæða til bjartsýni hvað þetta varðar. Mikill vöxtur hefur einkennt ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár og gistirýmum hefur fjölgað. Mikill fjöldi gesta kemur akandi á eigin vegum eða í hópferðum og sífellt fleiri skemmtiferðaskip heimsækja Seyðisfjörð, Djúpavog og Borgarfjörð eystri á ári hverju. Miklar væntingar eru gerðar til frekari uppbyggingar á flugvellinum á Egilsstöðum og ekki má gleyma reglulegum ferjusiglingum til Seyðisfjarðar. Laxeldið vex með ári hverju og ljóst að vægi þess í rekstri nýs sveitarfélags á eftir að skipta miklu í framtíðinni. Landbúnaðurinn á svæðinu stendur á gömlum grunni og margvíslegur iðnaður, þjónusta og menningarstarfsemi einnig. Hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni er að styðja markvisst við atvinnulífið og stuðla að frekari uppbyggingu og fjölbreytni. Mikilvægt er að styðja þau fyrirtæki sem eru fyrir á svæðinu en ekki síður frumkvöðla, smáframleiðendur og nýsköpun og að allir eigi kost á stuðningi þar sem það á við. Með það fyrir augum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að í sameinuðu sveitarfélagi verði í boði skilvirk ráðgjöf á sviði atvinnumála með áherslu á samráð og samstarf og þannig stuðlað að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið í heild. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum Það ástand sem við nú búum við er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Djúpivogur Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Gauti Jóhannesson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. Ekki er síður mikilvægt að atvinnulífið sé fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið störf við hæfi. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi er full ástæða til bjartsýni hvað þetta varðar. Mikill vöxtur hefur einkennt ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár og gistirýmum hefur fjölgað. Mikill fjöldi gesta kemur akandi á eigin vegum eða í hópferðum og sífellt fleiri skemmtiferðaskip heimsækja Seyðisfjörð, Djúpavog og Borgarfjörð eystri á ári hverju. Miklar væntingar eru gerðar til frekari uppbyggingar á flugvellinum á Egilsstöðum og ekki má gleyma reglulegum ferjusiglingum til Seyðisfjarðar. Laxeldið vex með ári hverju og ljóst að vægi þess í rekstri nýs sveitarfélags á eftir að skipta miklu í framtíðinni. Landbúnaðurinn á svæðinu stendur á gömlum grunni og margvíslegur iðnaður, þjónusta og menningarstarfsemi einnig. Hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni er að styðja markvisst við atvinnulífið og stuðla að frekari uppbyggingu og fjölbreytni. Mikilvægt er að styðja þau fyrirtæki sem eru fyrir á svæðinu en ekki síður frumkvöðla, smáframleiðendur og nýsköpun og að allir eigi kost á stuðningi þar sem það á við. Með það fyrir augum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að í sameinuðu sveitarfélagi verði í boði skilvirk ráðgjöf á sviði atvinnumála með áherslu á samráð og samstarf og þannig stuðlað að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið í heild. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum Það ástand sem við nú búum við er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar