Veðrið, veiran og viðbrögð Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2020 14:00 Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun